Velkomin á heimasíðu

Alheims vísindaseturs

Afhverju að setja á fót vísindasetur á Íslandi?

STEM menntun (menntun í raunvísindagreinum og tækni) er ábótavant hér á Íslandi og erum við vel undir meðaltali í fjölda þeirra sem útskrifast með háskólagráðu úr þessum greinum ef miðað er við löndin í kringum okkur. Hröð þróun samfélags og hraðar tæknibreytingar kalla á mikilvæga grunnfærni í tæknimenntun og skilning á tækniumhverfi. Það er því afar mikilvægt að við á Íslandi eflum STEM menntun með margvíslegum leiðum og er vísindasetrið Alheimur ein af þeim.

Hæ ég heiti Guðrún Matthildur

Ég er líffræðingur sem hef brennandi áhuga á málefnum barna og STEM menntun á Íslandi sem og nýsköpun. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að það vanti sárlega gagnvirt og glæsilegt vísindasetur á Íslandi. Snemma árs 2024 ákvað ég að ganga á eftir draumnum og hóf samtal við fjölda fólks sem leiddi til þess að verkefnið Alheimur varð til. Það eru spennandi tímar framundan og ég ætla að gera allt sem ég get til að láta drauminn verða að veruleika!

Ég vil endilega heyra frá ykkur svo endilega hafið samband ef áhugi er fyrir hendi.

Fylgið okkur á samfélagsmiðlum