Vísindasetur eru mjög vel sótt víða um heim. Þeirra framlag er mikilvægt í menntun samfélaga og menningartengdri ferðaþjónustu. Mikilvægt er að vísindasetrið sé staður þar sem öll eru velkomin óháð aldri, kyni, fjárhagsstöðu og líkamlegrar getu. 

Skólahópar

Alheimur vísindasetur styður við nám á öllum skólastigum og er afar mikilvægt tól til eflingar á STEM menntun. Hægt verður að koma í vettvangsferð á vísindasetrið með leikskólahópa jafnt og í vísindaferðir með háskólum. Gert er ráð fyrir að stór hópur gesta vísindasetursins verði skólahópar og hópar úr fræðasamfélaginu.

Fjölskyldur

Áætlað er að næststærsti hópur gesta vísindasetursins séu fjölskyldur, þá einkum barnafjölskyldur. Vísindasetrið svalar forvitni barna og gerir foreldrum og börnum kleift að njóta afþreyingar og fræðslu saman. Markmiðið er að fjölskyldur gangi út úr setrinu með fullt af nýrri þekkingu í farteskinu og vilja til þess að leggja sitt af mörkum til að styðja við sjálfbærni samfélagsins. 

Ferðamenn

Íslenska náttúran er eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna til landsins. Vísindasetrið mun gera íslenskri náttúru og undrum hennar góð skil. Því má gera ráð fyrir að straumur ferðamanna á setrið verði þó nokkur. Einnig gefst hér gott tækifæri til að kynna starfsemi íslenskra fyrirtækja á sviði vísinda og tækni fyrir erlendum gestum. 

Aðrir hópar

Fyrirtækjaheimsóknir, ráðstefnur og fyrirlestrar svo eitthvað sé nefnt. 


Markhópur